Skilvirkar vefsíður skynja í hvaða tæki er verið að skoða vefinn og aðlaga uppstillinguna í samræmi við skjástærð. Vefsíðan verður því aðgengileg öllum – hvar og hvenær sem er.
Vefsíðugerð Grafísk.is miðar að því að skapa stafrænar veflausnir sem tengja fallega hönnun saman við einfalda og þægilega notendaupplifun. Þessir þættir verða þó að fara saman við markaðslegar áherslur viðskiptavinarins og stuðla að árangri.
Grafísk.is vinnur allar vefsíður í WordPress vefumsjónarkerfinu sem er stærsta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag. WordPress er opið vefumsjónarkerfi sem er í stöðugri þróun og bregst því hratt við hröðum tæknibreytingum og breyttum kröfum internetsins.
Allar vefsíður Grafísk.is eru unnar með snjallsíma og spjaldtölvur í huga. Í dag er stór hluti vefumferðar í gegnum snjalltæki og því er algjört skilyrði að vefsíðan virki á öllum tækjum og skjástærðum.